Matur

Ég sakna þess að elda ekki lengur! Ég tók þá ákvörðun fljótlega eftir komu mína til Vínarborgar að ég myndi ekki elda hér. Ástæðan? Jú, það er ekki uppþvottavél á heimili mínu. Ég get ómögulega vaskað upp, mér finnst það svo leiðinlegt. Nú er aftur á móti svo komið að mig langar að elda. Ég rakst á matarblogg hjá unglækni (man ekki slóðina) þar sem hann bloggar bara um mat sem hann eldar. Ég fór strax að huga að næsta matarboði en mundi svo allt í einu: a) ég elda ekki, þar sem engin er uppþvottavélin, b) ég er ekki beint með aðstöðu til að bjóða fjölda fólks í mat. Nú eru góð ráð dýr.

 Mig langar að fara að gera heimili mitt heimilislegt. Ég veit samt bara ekki hvort það tekur því. Ég er kominn með fullt af hugmyndum til að gera þetta aðeins svona íbúðarhæfara, en eins og er, má halda því fram að hýbýli mín séu mjög spartönsk. Á ég að gera eitthvað fyrir lítinn pening þó, eða á ég bara að búa við núverandi fyrirkomulag, ef til vill bæta við 1-2 stólum. What to do, what to do. Sex mánuðir á einum stað er allt of lítill tími. Kannski ætti ég bara að ákveða að dveljast lengur í Vínarborg. Eins og venjulega að þá er að koma yfir mig svona ákvörðunarflótti. Ég þarf að fara að taka ákvörðun fyrir næsta haust. Í hið minnsta hvort ég ætla að finna mér eitthvað nám næsta haust því þá þarf ég að fara að sækja um. Ætti ég kannski bara að stefna á að vera í Vínarborg fram að áramótum og nýta tímann til að skrifa mastersritgerð? Annars langar mig doldið að sækja um diplómanám við Diplomatische Akademie hér í Vín. Vandamálið? Jú, þetta kostar litlar 9800 evrur og svo eru bara 30 teknir inn. Væri samt freistandi að sjá hvort maður kæmist inn, og hugsa svo um kostnaðinn seinna. Eins og ég segi alltaf: maður á að hugsa í lausnum en ekki vandamálum (mætti samt gera meira af því sjálfur).

 Stundum vildi ég að heimurinn væri einfaldari. Það væru bara 5 námsleiðir í boði við Háskóla Íslands, þar sem allir Íslendingar myndu læra. Þá væri muuun einfaldara að taka ákvarðanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki einhverjir svona rusladagar þar sem fólk setur dót út á gangstéttarbrún? Þar gætir þú fengið ágætisstóla á spottprís. Bendi líka á: http://vienna.craigslist.org/ 

 Kv. Valla nískasta vinkona þín

valla (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 22:45

2 identicon

Ok það er víst ekkert á craigslist í vín :S

valla (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband