Alslaus

Ég týndi veskinu mínu! Ég er pretty much alslaus hér í Vínarborg, þar sem mér tókst líka að gleyma vegabréfinu mínu í Brussel að þá get ég ekki einu sinni tekið út pening úr bankanum! Lét senda mér nýtt kreditkort með DHL og fæ það vonandi í dag eða á morgun. Þangað til verð ég að lifa á loftinu. Móður minni fannst þetta fyndið og sagði þetta gott á mig.

 Annars er alltaf sama blíðan hér í Vínarborg, öfugt við Brussel, en þangað fór ég á DEMYC stjórnarfund yfir helgina. Þar rigndi og var grátt og leiðinlegt veður. Svo þegar ég var að fara til baka á þriðjudagskvöld að þá byrjaði að snjóa aðeins. Þeir voru nú ekki betur undirbúnir undir snjóinn í Brussel að öllu flugi seinkaði og fór svo að ég þurfti að sitja í flugvélinni í þrjá klukkutíma áður en við máttum taka á loft. Gaman eða ekki! Treysti því að Sunna flugumferðarstýra muni höndla hlutina öðruvísi þegar hún verður við stjórnvölinn!

 Annars verð ég að nýta tækifærið og óska Sólskini til hamingju með að hafa komist í gegnum niðurskurðinn og er nú á góðri leið með að verða flugumferðarstýraGrin

 Ég leik símastúlku í sendiráðinu í dag svo fólki er velkomið að hringja í mig ef því leiðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk símastúlka 

Fyndið að ég skyldi akkúrat hringja í dag, var ekki búin að lesa bloggið, sem annars var komin tími á.

Ég er sammála mömmu þinni, gott á þig! en ég vorkenni þér samt líka pínupons

SunnaSweet (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband