Belgrad

Jæja, loksins kemur nýtt blogg eftir að mér tókst að hafa uppi á lykilorðinu sem Mogginn úthlutaði mér eftir að hafa breytt lykilorðum allra bloggara hjá sér. Mér tókst að gleyma því lykilorði en nú er ég búinn að leggja það á minnið.

Ég er staddur í Belgrad í Serbíu og er að taka þátt í DEMYC seminari. Ég tók næturlest frá Vínarborg og var það bara ágætt. Ég var kominn til Belgrad rétt fyrir sjö í morgun. Hótelið er fínt og nú ætla ég að fara í sturtu og fá mér morgunmat. Reyni svo kannski að læra aðeins fram til klukkan tíu þegar lætin byrja.

Annars er voðalega lítið að frétta, nema hvað að svo virðist sem að haustið hafi haldið innreið sína í Vín eftir að við vorum búin að hafa sumar í nokkra daga. Vona að þetta breytist sem allra fyrst og góða veðrið komi aftur!

Um næstu helgi er ég svo að fara til Prag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú alveg viss um að annars sé voðalega lítið að frétta?

Edda (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:24

2 identicon

sigh...mig langar til Belgrad. Hef heyrt að það sé svolítið skemmtileg borg. Vona að Vín sér að fara vel með þig Palli minn - hvað verðuru að gera næsta haust - verðuru úti? Bestu kveðjur til þín - Marta 

marta (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband