Vikan í orðum

Þessi vika er búin að vera mjög strembin en þó skemmtileg. Allt stafar það út af því að ég er búinn að vera á bráðskemmtilegu ÖSE námskeiði (General Orientation) sem er ekki beint hugsað fyrir mig, heldur starfsmenn ÖSE sem eru að fara að vinna á vettvangi ÖSE í einhverjum missionum (Kósóvó, Bosníu, Kasakstan, Túrkmenistan etc). Þarna var verið að fara yfir stofnunina, kenna fólki á tölvukerfið, kenna fólki að skrifa skýrslur, kenna fólki að vera leiðtogar, kenna fólki að vera project manager og svo framvegis. Mjög skemmtileg. Vandamálið var hins vegar að námskeiðið var frá 9 - 18 og svo þurfti ég eftir það að sinna nokkrum verkefnum. Vandamálið var samt aðallega að eftir námskeiðið fór ég í ræktina og svo fékk ég mér mjög fljótan kvöldverð en þá var klukkan yfirleitt orðin átta. Hef ég því setið langt frameftir (og ekki verið kannski mjög próduktífur) alla þessa vikuna. Það sem skiptir þó máli að ég geri þetta því mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt. Ótrúlegt hvað það er mikið af skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum hérna í sendiráðinu fyrir mig að vinna að. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég fari heim í dag með gríðarlegan verkefnastafla á borðinu mínu.

 

Vínarbúar eru annars furðulegir. Ég er alltaf að sjá það betur og betur. Fyndnust finnst mér þó heilsuræktartískan hjá Vínarbúum. Mind you að ég sæki svona frekar flottan stað þar sem fína og flotta fólkið heldur til. Flestir karlmenn virðast annað hvort vera í NÍÐþröngu spandexoutfitti, leggingsbuxum eða svona 80's mjög stuttum og asnalegum stuttbuxum, helzt í pastellitum. Konurnar eru oft í svo efnislitlum klæðnaði að ég hélt fyrstu dagana að þær væru á leið í sund og væru á vitlausri hæð.

 Það fynda er svo að þegar liðið er búið í sturtu klæðir það sig í Prada eða Louis Vuitton fötin sín. Veit ekki hvort því finnst íþróttaklæðnaðurinn svona flottur eða hvað... Ég ætti svosem ekki að segja mikið en ég er þó í bara venjulegum stuttbuxum og stuttermabol.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband