Refsingar í nauðgunarmálum

Ég er ekki sammála þessari táknrænu þögulu stund sem á að eiga sér stað fyrir framan héraðsdóm Reykjavíkur. Í fyrsta lagi er það ekki héraðsdóms að breyta dómvenju og því væri meira við hæfi að standa fyrir utan alþingi til að láta alþingi breyta lögunum á þá leið að þyngja refsingar. Í annan stað er ég einfaldlega ekki sammála því að það eigi að þyngja refsingar í nauðgunarmálum. Ástæður mínar fyrir því eru einfaldlega þær að ég lít svo á að þjóðfélagið eigi frekar að leitast við að betra afbrotamenn eins og frekast er unnt heldur en að veita brotaþola sáluhjálp, vitandi að brotamaðurinn muni líða vítiskvalir um alla ævi.

 Hugsanlega mætti færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé á einhverjum tímapunkti að samræma refsingar. Það er auðvitað ekki eðlilegt að fíkniefnainnflytjendur fái mun hærri dóma en afbrot af sambærilegri og alvarlegri tegund. Væri frekar til í að fara í slíka umræðu.

 


Revival of the blog

Er að spekúlera í því að taka upp þráðin að nýju. Pennaleti minni virðast fá takmörk sett en ég ætla þó að gera heiðarlega tilraun núna til að halda þetta út. Ekki spillir fyrir að ég held brátt af landi brott og þá er eiginlega nauðsynlegt að halda einhverri svona síðu úti fyrir vini og vandamenn hér á klakanum.

 Fór á konfektnámskeið í gær og lærði að búa til þetta líka dýrindiskonfekt. Kom með konfektið í vinnuna í morgun og vakti það auðvitað gríðarlega lukkuGrin


Leifsstöð - my second home!

Jæja, enn einu sinni sit ég á Leifsstöð og bíð eftir flugvél. Ég er nú á leið minni til Brussel via Amsterdam. Hlakka ekki til leiðinlegs flugs og enn leiðinlegri þriggja tíma rútuferðar til Brussel! Það sem ég hugga mig við er að nú ætti að vera komið nýtt tölublað af Atlantica sem ég get lesið!

Langt síðan síðast

Jæja, nú hefur liðið anzi langur tími frá því ég reit hér síðast. Það hefur töluvert á daga mína drifið síðan þá en hæst ber auðvitað ferð í sumarskóla DEMYC á Kýpur svo og heimsókn mín til Völlu og Geirs í Bandaríkjunum. Báðar ferðirnar voru frábærar. Á laugardag er ég svo að fara með Bifröst til Brussel. Nóg að gera eins og alltaf.

Útlönd

Sunna spurði í kommentakerfinu við síðustu færslu hvað ég væri af mér að gera og hvort ég væri ekkert á leið til útlanda. Já, það er rétt skilið hjá henni að ég er á Tálknafirði og ég er búinn að vera þar í allt sumar að aðstoða þýzka ferðamenn sem eru hér í sjóstangveiði.

Varðandi útlönd að þá er þetta dagskráin fram í nóvember:

19 - 26. september er ég að fara til Kýpur
27. sept - 1. okt (já ég kem heim í einn dag) er ég að fara að heimsækja Völlu og Geir í Bandaríkjunum
7. - 14. okt er ég að fara til Brussel með Bifröst
26. - 29. okt er ég að fara til Köben

Ekki er búið að ganga frá ferðalögum í nóvember og ég efast um að ég sé að fara eitthvað út í desember (þó reyndar verður að koma fram að mamma er eitthvað að bræða það með sér að fjölskyldan breyti til og eyði jólunum einhvers staðar í útlöndum).

Í fyrri hluta janúarmánaðar er ég svo að fara til Vínarborgar.

Þýzkunámskeið

Ákvað að halda þýzkunámskeið á Tálknafirði. Undirtektir urðu vægast sagt góðar en 19 mann skráðu sig til þátttöku og verður það að teljast framar en björtustu vonir stóðu til. Ég ætla að fara yfir þýzkt mál, þýzka sögu og svo staðhætti með fólkinu og er námskeiðið þegar byrjað. Allt á fullu hjá mér sum sé þessa dagana eins og venjulega.

Haust

Jæja, nú smám saman minnar í verkefnabunkanum, enda veitir ekki af. Tveimur ritgerðum verður skilað í dag og þá er tvær eftir sem ég bara VERÐ að skrifa nú um helgina þar sem ég átti að vera búinn að skila þeim fyrir löngu. Er búinn að hafa nægan tíma í gær og fyrradag en allt kom fyrir ekki ég kom engu í verk! Ég virðist ekki gera nokkurn skapaðan hlut nema fallöxin hangi yfir mér, þar sem hún gerir það í dag að þá tel ég næsta víst að ég klári þessar tvær ritgerðir af. Það ber þó að taka fram að ég fór á fætur kl. 08 í morgun og hef ekki enn hafist handa.

Annars er allt gott að frétta úr Tálknafirði. Ég ætla að vera með þýzkunámskeið hér í haust og byrjar það næsta miðvikudag. Verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir ætli að taka þátt.

Læri frönsku sem ég eigi lífið að leysa

Já, nú verð ég að læra mikið og hratt og það samfara öðrum lærdómi. Ég á nefnilega eftir að klára próf í frönsku fyrri byrjendur II, og þegar ég skráði mig í sumarpróf var þetta svona eitt af prófunum sem ég var síztar áhyggjur að hafa af. Ég tók svo eftir því svona um mitt sumar að það var ekkert próf í þessu fagi í próftöflunni en ég útskýrði það bara sem svo að ég væri sjálfsagt eini próftakinn og kennarinn vildi bara leyfa mér að ráða í samráði við sig hvenær prófið yrði. Ég sendi kennaranum svo fljótlega í framhaldinu póst og spurðist út í þetta. Ég fékk svo svar til baka þar sem kennarinn kvaðst vera í Frakklandi og bað mig um að setja mig í samband við sig 16. ágúst sem ég og gerði. Fékk svar til baka: Hittu mig á skrifstofunni minni kl. 14.00, 29. ágúst og við spjöllum kannski saman á frönsku og ég reyni að meta þig munnlega. Það þarf ekki að taka fram að ég fékk andlegt áfall sem varir enn þar sem ég tala ekki orð í frönsku.

Ég er því búinn að reyna eftir fremsta megni að læra frönsku. Það gengur illa. Fann samt alveg snilldarpodcast í dag sem sameinar slökun og kennslu á frönsku sögnum. Ég eyddi drjúgum tíma í að ná í 20 þættina sem til eru af þessu. Eftir að hafa hlustað á þá alla, á maður víst að vera fær í flestann sjó hvað varðar franskar sagnir, beygingar á þeim, og tíðir. Ég hef reynt að hlusta tvisvar sinnum á fyrsta þáttinn í dag og í bæði skiptin slakað svo vel á að ég sofnaði!!!

Ég sé fram á að ef ég ætla að notast við þessa þætti kemst ég kannski yfir fyrstu tvo þættina en ætti svosem að verða vel úthvíldur fyrir prófið.

Þetta er fyndið

Ef að fólk kemst ekki í gott skap við að lesa þessa frétt og horfa á youtube myndbrotið þá veit ég ekki hvað. Er Leoncie næsti William Hung?
mbl.is Leoncie reynir fyrir sér í X-factor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting á tengli, heimapróf og fleira

Hef nú leiðrétt tengilinn á bloggið hennar Sunnu Viðarsdóttur. Lesendur mínir geta nú farið og skemmt sér á hennar bloggi:D

Lauk svo við eitt stykki heimapróf í dag. Það smám saman saxast á verkefnabúnkann. Nú er bara að klára eina ritgerð á morgun og þá ferð þetta nú að mjakast í rétta átt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband