Ég er ekki sammála þessari táknrænu þögulu stund sem á að eiga sér stað fyrir framan héraðsdóm Reykjavíkur. Í fyrsta lagi er það ekki héraðsdóms að breyta dómvenju og því væri meira við hæfi að standa fyrir utan alþingi til að láta alþingi breyta lögunum á þá leið að þyngja refsingar. Í annan stað er ég einfaldlega ekki sammála því að það eigi að þyngja refsingar í nauðgunarmálum. Ástæður mínar fyrir því eru einfaldlega þær að ég lít svo á að þjóðfélagið eigi frekar að leitast við að betra afbrotamenn eins og frekast er unnt heldur en að veita brotaþola sáluhjálp, vitandi að brotamaðurinn muni líða vítiskvalir um alla ævi.
Hugsanlega mætti færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé á einhverjum tímapunkti að samræma refsingar. Það er auðvitað ekki eðlilegt að fíkniefnainnflytjendur fái mun hærri dóma en afbrot af sambærilegri og alvarlegri tegund. Væri frekar til í að fara í slíka umræðu.
Bloggar | 24.11.2006 | 13:45 (breytt kl. 13:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er að spekúlera í því að taka upp þráðin að nýju. Pennaleti minni virðast fá takmörk sett en ég ætla þó að gera heiðarlega tilraun núna til að halda þetta út. Ekki spillir fyrir að ég held brátt af landi brott og þá er eiginlega nauðsynlegt að halda einhverri svona síðu úti fyrir vini og vandamenn hér á klakanum.
Fór á konfektnámskeið í gær og lærði að búa til þetta líka dýrindiskonfekt. Kom með konfektið í vinnuna í morgun og vakti það auðvitað gríðarlega lukku
Bloggar | 23.11.2006 | 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 7.10.2006 | 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 5.10.2006 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varðandi útlönd að þá er þetta dagskráin fram í nóvember:
19 - 26. september er ég að fara til Kýpur
27. sept - 1. okt (já ég kem heim í einn dag) er ég að fara að heimsækja Völlu og Geir í Bandaríkjunum
7. - 14. okt er ég að fara til Brussel með Bifröst
26. - 29. okt er ég að fara til Köben
Ekki er búið að ganga frá ferðalögum í nóvember og ég efast um að ég sé að fara eitthvað út í desember (þó reyndar verður að koma fram að mamma er eitthvað að bræða það með sér að fjölskyldan breyti til og eyði jólunum einhvers staðar í útlöndum).
Í fyrri hluta janúarmánaðar er ég svo að fara til Vínarborgar.
Bloggar | 11.9.2006 | 00:19 (breytt kl. 00:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 7.9.2006 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Annars er allt gott að frétta úr Tálknafirði. Ég ætla að vera með þýzkunámskeið hér í haust og byrjar það næsta miðvikudag. Verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir ætli að taka þátt.
Bloggar | 1.9.2006 | 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er því búinn að reyna eftir fremsta megni að læra frönsku. Það gengur illa. Fann samt alveg snilldarpodcast í dag sem sameinar slökun og kennslu á frönsku sögnum. Ég eyddi drjúgum tíma í að ná í 20 þættina sem til eru af þessu. Eftir að hafa hlustað á þá alla, á maður víst að vera fær í flestann sjó hvað varðar franskar sagnir, beygingar á þeim, og tíðir. Ég hef reynt að hlusta tvisvar sinnum á fyrsta þáttinn í dag og í bæði skiptin slakað svo vel á að ég sofnaði!!!
Ég sé fram á að ef ég ætla að notast við þessa þætti kemst ég kannski yfir fyrstu tvo þættina en ætti svosem að verða vel úthvíldur fyrir prófið.
Bloggar | 23.8.2006 | 20:22 (breytt 27.8.2006 kl. 01:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leoncie reynir fyrir sér í X-factor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.8.2006 | 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lauk svo við eitt stykki heimapróf í dag. Það smám saman saxast á verkefnabúnkann. Nú er bara að klára eina ritgerð á morgun og þá ferð þetta nú að mjakast í rétta átt.
Bloggar | 20.8.2006 | 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar