Vín

Jæja, ég er kominn til Vínarborgar eftir skemmtileg áramót í Kaupmannahöfn. Eins og ávallt virðist eins og einhver verndarengill sé yfir mér þegar kemur að flugi. Í þetta skiptið tókst mér að næstumþví klúðra fluginu mínu til Vínarborgar. Ég (hálfsofandi og úrillur) tók nefnilega metro í ranga átt í Kaupinahafn. Ekki út á Kastrup eins og ætlunin var heldur í átt að Helsingjaeyri. Ég var svo ekkert að pæla í því, fór að lesa Metro dagblaðið en var samt alltaf hálft í hvoru svona að velta fyrir mér hvort það gæti verið að ég væri í rangri lest. Það kom svo í ljós hálftíma síðar að já ég var í rangri lest. Það tók mig því líka annan hálftíma að koma mér út á Kastrup sem þýddi að ég var pretty much búinn að missa af fluginu mínu. Ég mætti upp á Kastrup 17 mínútum fyrir brottför. Vissi því eins og var að ég hefði misst af fluginu mínu og fór því í röð hjá SAS miðasölunni til að kaupa nýjan flugmiða. Ákvað samt þar sem ég nennti ekki að bíða hvort það hefði nokkuð orðið seinkunn á fluginu mínu og hitti fyrir einhverja stúlku sem var að vinna þarna og spurði hana hvort svo væri. Hún sagði svo EKKI vera en æddi með mig að tékk-inninu og lét mig í hendur manni sem bara tékkaði mig inn! Svo var ég leiddur í gegnum eitthvað fast-track og kominn út í flugvél 9.00 og flugvélin fór í loftið 9.05 á réttum tíma! Þetta kalla ég þjónustu!

 Lentur í Vín og búinn að eiga góða daga. Vinnan er só far frábær, íbúðin er alveg eins og bezt verður á kosið og þeir dagar sem ég hef átt hér hafa verið með eindæmum góðir. Skemmtilegt fólk hér í sendiráðinu og sendiherrann og Sigga konan hans, og móðir Unnar Eddu góðvinkonu eru hreint út sagt frábær! Fór út að borða með þeim á föstudag, eftir að Sveinn sendiherra hafði rúntað með mig um Vínarborg í dágóða stund og sýnt mér alla helztu staði, bæði hallir, söfn og bari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband