Jæja, ég er kominn til Vínarborgar eftir skemmtileg áramót í Kaupmannahöfn. Eins og ávallt virðist eins og einhver verndarengill sé yfir mér þegar kemur að flugi. Í þetta skiptið tókst mér að næstumþví klúðra fluginu mínu til Vínarborgar. Ég (hálfsofandi og úrillur) tók nefnilega metro í ranga átt í Kaupinahafn. Ekki út á Kastrup eins og ætlunin var heldur í átt að Helsingjaeyri. Ég var svo ekkert að pæla í því, fór að lesa Metro dagblaðið en var samt alltaf hálft í hvoru svona að velta fyrir mér hvort það gæti verið að ég væri í rangri lest. Það kom svo í ljós hálftíma síðar að já ég var í rangri lest. Það tók mig því líka annan hálftíma að koma mér út á Kastrup sem þýddi að ég var pretty much búinn að missa af fluginu mínu. Ég mætti upp á Kastrup 17 mínútum fyrir brottför. Vissi því eins og var að ég hefði misst af fluginu mínu og fór því í röð hjá SAS miðasölunni til að kaupa nýjan flugmiða. Ákvað samt þar sem ég nennti ekki að bíða hvort það hefði nokkuð orðið seinkunn á fluginu mínu og hitti fyrir einhverja stúlku sem var að vinna þarna og spurði hana hvort svo væri. Hún sagði svo EKKI vera en æddi með mig að tékk-inninu og lét mig í hendur manni sem bara tékkaði mig inn! Svo var ég leiddur í gegnum eitthvað fast-track og kominn út í flugvél 9.00 og flugvélin fór í loftið 9.05 á réttum tíma! Þetta kalla ég þjónustu!
Lentur í Vín og búinn að eiga góða daga. Vinnan er só far frábær, íbúðin er alveg eins og bezt verður á kosið og þeir dagar sem ég hef átt hér hafa verið með eindæmum góðir. Skemmtilegt fólk hér í sendiráðinu og sendiherrann og Sigga konan hans, og móðir Unnar Eddu góðvinkonu eru hreint út sagt frábær! Fór út að borða með þeim á föstudag, eftir að Sveinn sendiherra hafði rúntað með mig um Vínarborg í dágóða stund og sýnt mér alla helztu staði, bæði hallir, söfn og bari.
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.