Gaman...

Í anda jólanna var brotist inn í bílinn minn í nótt. Gaman að einhverjir skuli vera svona uppfullir af náungakærleik á þessum tíma. Vona bara að viðkomandi hafi verið fátækur, gefi góssið í hið minnsta til fátækra svona í anda Hróa hattar.

 Eins og háttur er hjá mér fór ég í miðnæturmessu á aðfangadag. Dagbjört systir kom með að vanda en sú nýjung varð í ár að móðir oss og bróðir ákváðu að slást í för. Ég veit ekki hvernig mamma upplifði messuna, hún var svo óheppin að sitja við hlið mér og eins og þeir sem þekkja mig vita að þá sit ég nú ekki aðgerðarlaus í messum. Eins og góðra manna er siður að þá TEK ÉG ÞÁTT í messunni. Ég syng með...  hátt og snjallt og svo virðist ég kunna öll svör í kollektunni og á öðrum stöðum og tek þátt í því líka. Ég hef af þessu hið mesta gaman en ég ætla ekki að gerast svo djarfur að svara fyrir aðra, hvort að kirkjugól mitt vekji þeim von og trú í brjósti.

 Fór í matarboð í Búbbu Sunnufrænku í gær. Bauð hún upp á dýrindis krásir eins og von var og vísa. Fóru þær stöllur ásamt þriðju frænkunni svo að ræða karlamál. Vitið þið að ég held að konur séu bilaðar. Minnti mig á söguna af bókmenntafræðingnum sem var búinn að lesa allt milli himins og jarðar út úr einhverri sögunni og þegar höfundurinn var inntur eftir því hvort þetta væri nú rétt að þá kom hann af fjöllum. Hafði sjálfur ekki áttað sig á því að sagan hans gæti haft dýpri merkingu.

 Eftir að þær frænkur höfðu volað um hríð yfir böli heimsins og slælegu gengi þeirra í karlamálum, þá aðallega út af því að einhverjir karlmenn skyldu ekki hringja til baka í þær (kommon who gives a fuck) þá kom ég með þessa skemmtilegu líkingu og sagði:

 Kommon stelpur, lífið og strákar eru eins og óplægður akur sem bíður þess að verða plægður. Það er nóg að gera og enginn tími fyrir að sitja heima og væla.

 Þeim fannst þetta fyndið en fóru fljótt í sama farið aftur.  Ég er viss um að það er hægt að hafa stelpur að féþúfu. Enda sannaðist það mjög fljótt þegar Sunna fór að tala um einhverja sjálfshjálparbókina sem hún á um hvað karlmenn eru mikil svín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahaþú og þínir gullmolar ....en vorum við í alvörunni svona hlægilegar  ég er nú samt orðin asskoti hörð eftir öll þessi ár í bransanum.

Annars held ég að þér hafi þótt gaman að okkur...

SunnaSweet (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband