Leti í hæstu hæðum

Ég er latur. Ég nenni varla að koma í bæinn á sunnudag. Það er alvarlega farið að hvarfla að mér að fara bara aftur vestur:S eftir session á Bifröst

Vandlátur

Lengi hef ég haft þau einkunnarorð svona til gamans að ég velji einungis hið bezta! Þetta hefur haft þær afleiðingar í för með sér að ég er ótrúlega vandlátur á marga hluti. Til dæmis kaffi. Ég get bara ómögulega drukkið kaffi nema á ákveðnum stöðum. Þeir eru ekki margir, en aðallega heima hjá mér, hjá Te og kaffi, Kaffitári og á Súfistanum. Það er ekki nógu gott kaffið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði. Fékk mér einn espressó þar áðan og bara sorry, minn espressó er svo miklu betri að það er ekki líku saman að jafna. Til allrar hamingju get ég leyft mér að fara svona út á land því ég get bara tekið kaffivélina mína með! Er þó orðinn doldið kvíðinn yfir að fara til Vínarborgar. Sé ekki fram á að geta burðast með kaffivélina þangað. Eins gott að Vínarbúar kunni að búa til gott kaffi!

Sól, sól skín á mig

Já, hér skín sól og ég húki inni og læri! Meistaranám á Bifröst er yfirvofandi auk þess sem sumarpróf við HÍ nálgast óðum. Á hverju einasta sumri í fjögur ár hef ég lofað sjálfum mér að skrá mig ekki í nein sumarpróf. Á hverju einasta sumri skrái ég mig til leiks. Já, ég veit ekki hverju ég á um að kenna. Í ár stafar þetta reyndar af því að ég ætla (og verð) að útskrifast í október. Það gengur samt ekkert hjá mér að læra fyrir þessa fáu kúrsa sem ég á eftir í þýzku. Reyndar er ég búinn að rumpa einni ritgerð af, en tvær bíða og bíða. Seeeeem betur fer er ég lööööngu búinn með BA ritgerðina mína:D og þarf því ekki að hafa áhyggjur af henni.

Ég stefni á að koma suður á sunnudaginn. Ég þarf að mæta á Bifröst svo að ég verð eins og pendúll á milli í vikunni.


Leiðindi

Mér leiðist, það gerist reyndar ekki oft en nú leiðist mér. Það er akkúrat enginn á MSN sem nennir að tala við mig:'( What to do what to do. Kannski ætti ég að fara að blogga á þýzku? Hvað finnst ykkur um það? Æi, ég nenni því varla. Myndi hvort eð er enginn skilja það. Ég sofnaði um miðjan daginn í dag. Ég er næstum því viss um að það orsakar þessa gríðarlegu leti. Held ég ætti bara að fara aftur að sofa.

Hiti!

Hér skín sól í heiði. Ég er búinn að vera afspyrnulatur í dag. Ekki komið einum einasta hlut í verk. Núna er ég að drepast úr hungri.

Morgunstund gefur gull í mund!

... eða hitt þó! Hef ekkert gull fengið og er í vondu skapi yfir að ná ekki 10 tíma svefni. Allir Þjóðverjar eru komnir á staðinn og eftir klukkutíma fer fram kennsla á bátana. Ég er kominn aftur heim, gæði mér nú á dýrindis-hafragraut (þetta ætti að vera samsett orð skv. reglunum en MIKIÐ er það ljótt), og er búinn að fíra upp í kaffivélinni til að búa mér til cappuccino á eftir. Vona að góða skapið komi með kaffilyktinni.
Ég er hræddur um að ég verði að fara að rifja upp HTML kunnáttu til að geta fengið línubil hérna! Plön dagsins eru enginn nema ég ætla að reyna að læra eitthvað eftir hádegi. Dugir ekki að koma ólærður í fyrstu tíma nýs meistaranáms!
oh ég er varla byrjaður að borða grautinn og mig langar ekki í hann. Sé fyrir mér kaffið í hyllingum. Annars er ég farinn að geta gert svona laufblöð í froðuna!
Stóð sjálfan mig að því í gærkvöldi að lesa Wikipediu á latínu. Ég var farinn að lesa greinar um allt milli himins og jarðar. Latínan þarna er mjög gagnsæ og einföld, áttaði mig samt á því hversu miklu ég er búinn að gleyma.
Jæja ég hætti núna, ég er farinn að mala út í hið óendanlega!

Af hverju kemur allt í belg og biðu!

Af hverju kemur alltaf allt í belg og biðu! Er ekki hægt að fá línubil hérna'?

?

?

?

?


Orð dagsins

Þar sem engar búðir eru hér á Tálknó að þá verður maður að svala kaupæðinu í Netverzlunum. Ég keypti mér bók hjá Amazon um daginn sem heitir 1100 words you need to know, og er svona bók til að auka orðaforða sinn í ensku. Maður á að læra 5 ný orð á dag. Ég ætla að pósta þessum orðum hér fyrir ykkur til að læra.

Orð dagsins í dag eru:
Voracious - desiring or consuming great quantities
Indiscriminate - choosing at random without careful selection
Eminent - of high reputation, outstanding
Steeped - soaked, drenched, saturated
Replete - completely filled or supplied with

Orðtak dagsins er:
to eat humble pie - to admit your error and apologize


Grassláttur

Ég held að allur vinnuskóli Tálknafjarðar sé mættur inn í stofu til mín með sláttuorfin sín! Að minnsta kosti hljómar það þannig. Hví getur þetta fólk ekki slegið eftir hádegi? Þegar venjulegt fólk er komið á fætur.

Byrjar ballið aftur

Frönskunemar eru ekki af baki dottnir. Ég er farinn að aðhyllast að þetta fólk eigi enga aðra vini en aðra frönskunema. Hin skýringin er auðvitað sú að frönskunemar séu svo afspyrnu skemmtilegt fólk að það geti bara ekki hugsað sér að dvela langdvölum fjarri öðrum frönskunemum. Nýjasta nýtt hjá þeim er grillveizla. Nú á ég yfir höfði mér fleiri tugi ef ekki hundruða spam-póst frá þeim á dag, þar sem þau melda sig/afmelda sig, ákveða hvað þau ætla að grilla og hvað veit ég. Ég efast um að nokkuð nemendafélag sé jafn líflegt og Gallía, félag frönskunema, á sumrin. Ef heldur áfram sem horfir þarf ég að skipta um póstfang í haust. Sé mikið félagslíf hjá þeim á sumrin hvernig er þetta þá meðan skólinn er í gangi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband