Bloggar | 21.7.2006 | 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 21.7.2006 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já, hér skín sól og ég húki inni og læri! Meistaranám á Bifröst er yfirvofandi auk þess sem sumarpróf við HÍ nálgast óðum. Á hverju einasta sumri í fjögur ár hef ég lofað sjálfum mér að skrá mig ekki í nein sumarpróf. Á hverju einasta sumri skrái ég mig til leiks. Já, ég veit ekki hverju ég á um að kenna. Í ár stafar þetta reyndar af því að ég ætla (og verð) að útskrifast í október. Það gengur samt ekkert hjá mér að læra fyrir þessa fáu kúrsa sem ég á eftir í þýzku. Reyndar er ég búinn að rumpa einni ritgerð af, en tvær bíða og bíða. Seeeeem betur fer er ég lööööngu búinn með BA ritgerðina mína:D og þarf því ekki að hafa áhyggjur af henni.
Ég stefni á að koma suður á sunnudaginn. Ég þarf að mæta á Bifröst svo að ég verð eins og pendúll á milli í vikunni.
Bloggar | 21.7.2006 | 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 20.7.2006 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 20.7.2006 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er hræddur um að ég verði að fara að rifja upp HTML kunnáttu til að geta fengið línubil hérna! Plön dagsins eru enginn nema ég ætla að reyna að læra eitthvað eftir hádegi. Dugir ekki að koma ólærður í fyrstu tíma nýs meistaranáms!
oh ég er varla byrjaður að borða grautinn og mig langar ekki í hann. Sé fyrir mér kaffið í hyllingum. Annars er ég farinn að geta gert svona laufblöð í froðuna!
Stóð sjálfan mig að því í gærkvöldi að lesa Wikipediu á latínu. Ég var farinn að lesa greinar um allt milli himins og jarðar. Latínan þarna er mjög gagnsæ og einföld, áttaði mig samt á því hversu miklu ég er búinn að gleyma.
Jæja ég hætti núna, ég er farinn að mala út í hið óendanlega!
Bloggar | 19.7.2006 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju kemur alltaf allt í belg og biðu! Er ekki hægt að fá línubil hérna'?
?
?
?
?
Bloggar | 18.7.2006 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem engar búðir eru hér á Tálknó að þá verður maður að svala kaupæðinu í Netverzlunum. Ég keypti mér bók hjá Amazon um daginn sem heitir 1100 words you need to know, og er svona bók til að auka orðaforða sinn í ensku. Maður á að læra 5 ný orð á dag. Ég ætla að pósta þessum orðum hér fyrir ykkur til að læra.
Orð dagsins í dag eru:
Voracious - desiring or consuming great quantities
Indiscriminate - choosing at random without careful selection
Eminent - of high reputation, outstanding
Steeped - soaked, drenched, saturated
Replete - completely filled or supplied with
Orðtak dagsins er:
to eat humble pie - to admit your error and apologize
Bloggar | 18.7.2006 | 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 18.7.2006 | 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frönskunemar eru ekki af baki dottnir. Ég er farinn að aðhyllast að þetta fólk eigi enga aðra vini en aðra frönskunema. Hin skýringin er auðvitað sú að frönskunemar séu svo afspyrnu skemmtilegt fólk að það geti bara ekki hugsað sér að dvela langdvölum fjarri öðrum frönskunemum. Nýjasta nýtt hjá þeim er grillveizla. Nú á ég yfir höfði mér fleiri tugi ef ekki hundruða spam-póst frá þeim á dag, þar sem þau melda sig/afmelda sig, ákveða hvað þau ætla að grilla og hvað veit ég. Ég efast um að nokkuð nemendafélag sé jafn líflegt og Gallía, félag frönskunema, á sumrin. Ef heldur áfram sem horfir þarf ég að skipta um póstfang í haust. Sé mikið félagslíf hjá þeim á sumrin hvernig er þetta þá meðan skólinn er í gangi!
Bloggar | 17.7.2006 | 21:55 (breytt 18.7.2006 kl. 09:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar