Iðjuleysi

Ætli það sé til læknisfræðilegt hugtak fyrir ótrúlegt iðjuleysi þegar einmitt ríður á að gera sem mest! Ég er með svo stóran og langan verkefnalista að það er óheilsusamlegt EN í fyrradag fór ég að sofa mjög snemma og ég gær horfði ég á sjónvarpið! Nú er svo komið að þrátt fyrir að ég sitji við nótt sem nýtan dag að þá er nánast óhugsandi að ég geti lokið mikilvægum verkum fyrir jól. Ekki mun mér svo gefast mikill tími milli jóla og nýárs því þá þarf ég að pakka saman allri búslóðinni minni og setja í geymslu því ég flýg út til Kaupinhafnar 30. des og þaðan í framhaldinu til Vínarborgar. Stundum elska ég sjálfan mig svo mikið eða hitt þó heldur!

 P.s. Var ég búinn að minnast á að ég er aukinheldur með kvöldið í kvöld og næsta fullbókað undir að hitta skemmtilegt fólk! Svo þarf ég líka að aka austur til Hornafjarðar til að halda heilög jól. I'm screwd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband