Ný vinnuvika

Helgin var í alla staði ágæt. Á laugardag bauð ég nokkrum valinkunnum einstaklingum að borða með mér. Var ég nú aðallega að leika mér í eldhúsinu, bauð upp á léttsteikt hrefnukjöt í forrétt, chili í aðalrétt með heimagerðu guacamole og svo æðislegan desert a la Nigella í eftirrétt. Heppnaðist í alla staði með ágætum. Á sunnudag svaf ég út og fór svo niður á Bókhlöðu að stúdera. Kom heim við lokum Hlöðunnar og ætlaði mér að halda áfram lærdómi. Georg Brynjarsson fór að pestera mig á msn og biðja mig um að bjóða sér og spússa sínum í mat. Var það allgjörlega á skjön við öll mín plön og gaf ég mig ekki... fyrst um sinn. Eftir nöldur og nag féllst ég á að baka handa þeim pizzu sem ég og gerði. Þeir fengu svo að gista í gestaherberginu í nótt. Stakk þá svo af og fór í fóbó kl. 22 og þegar ég kom til baka voru þeir farnir að sofa. Ég aftur á móti fór þá að taka til, lagðist svo til hvílu en var vaknaður kl. 06 í morgun til að fara í ræktina! Átti svo notalega stund með fréttablaðinu í morgun, tók til morgunmat handa þeim félögum (sem nb. voru ekki farnir á fætur þegar ég fór í vinnuna) og var svo mættur tímanlega hér í morgun.

 Skipulag dagsins fellst aðallega í því að vinna til fjégur og fara þá á hlöðuna. Eftir lokun kíki ég svo kannski í ræktina veit ekki, tók amk með mér íþróttafötin í morgun. Eins gott að vera orðinn fitt fyrir Vín. Ekki vil ég vera Vínarsvín múhahahahaha


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir æðislegan mat elzkan...desssertinn var amazing..

SunnaSweet (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 10:08

2 identicon

Páll, ég vona að fóbó standi ekki fyrir fótbolta...

Valla (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 03:48

3 identicon

Fóbó??? Fótbolta? Jahh hvur andskotinn...

Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband