Já, nú verð ég að læra mikið og hratt og það samfara öðrum lærdómi. Ég á nefnilega eftir að klára próf í frönsku fyrri byrjendur II, og þegar ég skráði mig í sumarpróf var þetta svona eitt af prófunum sem ég var síztar áhyggjur að hafa af. Ég tók svo eftir því svona um mitt sumar að það var ekkert próf í þessu fagi í próftöflunni en ég útskýrði það bara sem svo að ég væri sjálfsagt eini próftakinn og kennarinn vildi bara leyfa mér að ráða í samráði við sig hvenær prófið yrði. Ég sendi kennaranum svo fljótlega í framhaldinu póst og spurðist út í þetta. Ég fékk svo svar til baka þar sem kennarinn kvaðst vera í Frakklandi og bað mig um að setja mig í samband við sig 16. ágúst sem ég og gerði. Fékk svar til baka: Hittu mig á skrifstofunni minni kl. 14.00, 29. ágúst og við spjöllum kannski saman á frönsku og ég reyni að meta þig munnlega. Það þarf ekki að taka fram að ég fékk andlegt áfall sem varir enn þar sem ég tala ekki orð í frönsku.
Ég er því búinn að reyna eftir fremsta megni að læra frönsku. Það gengur illa. Fann samt alveg snilldarpodcast í dag sem sameinar slökun og kennslu á frönsku sögnum. Ég eyddi drjúgum tíma í að ná í 20 þættina sem til eru af þessu. Eftir að hafa hlustað á þá alla, á maður víst að vera fær í flestann sjó hvað varðar franskar sagnir, beygingar á þeim, og tíðir. Ég hef reynt að hlusta tvisvar sinnum á fyrsta þáttinn í dag og í bæði skiptin slakað svo vel á að ég sofnaði!!!
Ég sé fram á að ef ég ætla að notast við þessa þætti kemst ég kannski yfir fyrstu tvo þættina en ætti svosem að verða vel úthvíldur fyrir prófið.
Ég er því búinn að reyna eftir fremsta megni að læra frönsku. Það gengur illa. Fann samt alveg snilldarpodcast í dag sem sameinar slökun og kennslu á frönsku sögnum. Ég eyddi drjúgum tíma í að ná í 20 þættina sem til eru af þessu. Eftir að hafa hlustað á þá alla, á maður víst að vera fær í flestann sjó hvað varðar franskar sagnir, beygingar á þeim, og tíðir. Ég hef reynt að hlusta tvisvar sinnum á fyrsta þáttinn í dag og í bæði skiptin slakað svo vel á að ég sofnaði!!!
Ég sé fram á að ef ég ætla að notast við þessa þætti kemst ég kannski yfir fyrstu tvo þættina en ætti svosem að verða vel úthvíldur fyrir prófið.
Flokkur: Bloggar | 23.8.2006 | 20:22 (breytt 27.8.2006 kl. 01:38) | Facebook
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha....geturðu ekki bara fundið einhvern frönskumælandi lúkkalæk og borgað honum fyrir að fara í prófið? Mér sýnist það vera vænlegast í stöðunni.
Annars er nú alveg ógnarlangt í 26. apríl og ég hef fulla trú á því að þú verðir farinn að tala reiprennandi þá...undarlegur tími fyrir sumarpróf samt.
Sunna, 25.8.2006 kl. 11:20
Je crois que tu a besoin de moi ma cherié
sunnasweet (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.