Rúinn inn að skinni

Ég hef aldrei upplifað það áður að vera bókstaflega rúinn inn að skinni í allri merkingu þeirra orða! Ég fór í klippingu áðan og þar sem ég hef hingað til haft miður góða reynslu af hárgreiðslufólki hins þýzkumælandi heims að þá ákvað ég nú að vera með vaðið fyrir neðan mig og virkilega fara á stofu sem hefur getið sér góðan orðstír. Mælt hafði verið með honum Hanzi á stofunni Kastor og Pollux og sagt að hann væri mjög góður, en þess jafnframt getið að hann væri mjög dýr. Jæja, ég lét til leiðast, ákvað svona með sjálfum mér að betra væri að svelta í nokkra daga í stað þess að þurfa að ganga með hauspoka í tvær vikur. Ég hefði betur íhugað þetta betur!

 Ég fór sum sé á stofuna og útskýrði vel og vandlega hvernig ég vildi láta klippa mig. Síðan fór ég bara að lesa blað og svo byrjaði klippingin. Og hann klippti, og klippti og klippti. Í samtals eina og hálfa klukkustund sat ég í stólnum hjá honum! og hann gjörsamlega klippti bara allt hár í burtu! Með skærunum sínum tókst honum svo til að snoða mig. En hann var lúmskur! Hann klippti svo sáralítið í einu alltaf að mér fannst hann bara ekkert vera að klippa (enda var hann 1.5 klukkutíma að þessu!). Svo þegar útkoman var ljós að þá var ljóst að allt var af mér hárið!

 Svo kom að greiðsludögum og þurfti ég að reiða fram 68 evrur fyrir þetta! Þetta er án gríns hræðilegasta klipping sem ég hef fengið, ég er með svona hermannaklippingu. Ég bjóst allt eins við því að hann rétti mér umsóknareyðublað fyrir útlendingaherdeildina þegar ég var telja saman aurana til að eiga fyrir klippingunni. Ég hefði betur haft bara allt gamla hárið, ég hefði getað klippt þetta betur með eldhússkærunum heima og notað peninginn sem sparaðist til að fæða eins og eitt þorp í Afríku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Páll, svona færslu er ekki hægt að senda á óravíddir internetsins, ljósmyndalausa!

Dúnja (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:00

2 identicon

Nákvæmlega! Ég mæli með að þú skellir inn mynd :)

Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:02

3 identicon

Góð hugmynd! MYND!

Valla (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband