Forstöðumaður alþjóðastofnunar HÍ

Ekki held ég að það verði mikil rós í hnappagat Háskóla Íslands að hafa ráðið Silju Báru sem forstöðumann alþjóðastofnunarinnar. Ég efast reyndar ekkert um að hún sé góður kennari, en ég missti allt álit á henni þegar hún sagði í fjölmiðlum að umræður um varnarmál einkenndust allt of mikið af karllægum gildum! Þetta kann svosem að vera rétt hjá henni, ég hef ekki hundsvit á því, en þetta er ekki beint svona kommentið sem maður býst við frá sérfræðingi í umræðunni!

 En kannski á maður ekki að vera of fljótur að dæma, leyfum konunni að sanna sig fyrst (eða ekki). Ég óska Silju Báru samt til hamingju með starfið þó ég þekki hana ekki neitt. Hitti hana reyndar einu sinni á djamminu í Reykjavík og spjallaði aðeins við hana þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband