Eftir Eistland

Ég fór til Eistlands á DEMYC ráðstefnu þriðjudaginn fyrir viku og er það svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að af einhverjum undarlegum ástæðum sat ég á viðskiptafarrými í fluginu Kaupmannahöfn-Tallinn með Estonian Air. Ég hafði tékkað mig inn alla leið í Keflavík og fengið útgefið brottfararspjald og allt. Þegar ég kom svo inn í flugvélina í Kaupmannahöfn sá ég að ég sat í síðasta sætinu á business class. Öll sætin litu reyndar eins út svo ég bjóst bara við að þeir hefðu gleymt að færa tjaldið, en annað kom á daginn. Í þessu klukkutíma flugi var boðið upp á tveggja rétta máltíð, heitt handklæði til að hressa sig við fyrir matinn, fordrykk, vín með matnum og kaffi og koníak eftir herlegheitin. Þegar ég hafði lokið við að reyna koma ofan í mig koníakinu (ég er ekki mikill koníaksmaður) að þá tilkynnti flugstjórinn að við værum alveg að fara að lenda! Flott leið til að gleyma sér í flug.

 Ég sagði svo meðstjórnarmönnum mínum í stjórn DEMYC frá þessari skemmtilegu lífsreynslu og hvað ég væri undrandi að ég hefði lent þarna. Ég var ekki með flugmiða á business class og ég hafði ekki verið uppfærður. Brottfararspjaldið vísaði mér bara til sætis þarna í hálftómri vél.

 Þegar ég var svo að fljúga til baka frá Tallinn á sunnudaginn að þá voru nokkrir aðrir sem voru að fljúga heim til sín í gegnum Kaupinhafn og allir pössuðu sig að tékka sig inn með mér þar sem enginn vildi að ég fengi aftur að vera á business class nema þau þá líka. Svo rennur röðin í innrituninni áfram og einhvern veginn verður úr að ég er síðastur af mínu fólki að tékka mig inn. Viti menn! Allir lenda á economy NEMA ÉG! ÉG lendi sum sé AFTUR á viðskiptafarrými. Ekki nóg með það að þá var ég aftur í síðustu röðinni og fólkið mitt sat beint fyrir aftan mig, þ.e. í fyrstu sætum á almúgarými og gátu því fylgst með mér dreypa á dýrindis vínum og gæða mér á nautasteikinni sem ég fékk í matinn. Það þarf ekki að taka fram að hinir voru vægast sagt óhressir. Formaður DEMYC sat fyrir aftan mig og átti mjög bágt með að hemja gremju sína því almúginn fékk víst ekki einu sinni vatnsglas. Var því gaman fyrir þau að horfa á mig innbyrða hvern dýrindisréttinn á fætur öðrum og dreypa á öllum þeim drykkjum sem hugurinn girntist. Auðvitað passaði ég mig að sitja þannig að þau ættu greitt sjónarhorn að veizluföngunum;)

 En þetta var ekki allt. Síðar um kvöldið átti ég svo flug heim á Klaka með Icelandair. Þar sem um tengiflug var að ræða og ég hafði ekki fengið brottfararspjald  fékk ég það bara útgefið á hliðinu á Kastrup. Þegar ég kom út í vél kom í ljós að gömul kona sat í sætinu mínu og maður henni við hlið. Ég spurði þau hvort væru í réttu sæti og sögðu þau þá að flugfreyjan hefði plantað þeim þarna og þau vissu ekki meir. Ég fór því og pikkaði í freyjuna næst mér og sagði að nú væru góð ráð dýr, mig vantaði sæti. Hún sagði að það væri ekkert mál en bað mig að fara aftast svo fólkið gæti komið sér fyrir meðan hún kannaði málin. Ég fór því aftast og fór að spjalla við fólkið sem sat þar. Svo þegar allir höfðu tekið sér sæti kom flugfreyjan til baka og sagði: "Það borgar sig að vera kurteis og bíða. Þú færð sæti 4C á sögunni!" Varð því úr að ég flaug á viðskiptafarrými stærstan hluta leiðarinnar! Ekki slæmt það.

 

Eistland var annars frábært. Mikið um sánu og svona og skemmtilega fyrirlestra. Hittum Mart Laar, fyrrverandi forsætisráðherra og snilling með meiru. Það var gaman. Auk þess ungráðherra og þingmenn. Vorum samt in the middle of no where á sveitahóteli sem við höfðum alveg fyrir okkur. Það gerði stemmninguna mjög skemmtilega. Tvær tegundir af sánu og arinstofa og læti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú og bissness klassið :)

SunnaSweet (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband