Refsingar í nauðgunarmálum

Ég er ekki sammála þessari táknrænu þögulu stund sem á að eiga sér stað fyrir framan héraðsdóm Reykjavíkur. Í fyrsta lagi er það ekki héraðsdóms að breyta dómvenju og því væri meira við hæfi að standa fyrir utan alþingi til að láta alþingi breyta lögunum á þá leið að þyngja refsingar. Í annan stað er ég einfaldlega ekki sammála því að það eigi að þyngja refsingar í nauðgunarmálum. Ástæður mínar fyrir því eru einfaldlega þær að ég lít svo á að þjóðfélagið eigi frekar að leitast við að betra afbrotamenn eins og frekast er unnt heldur en að veita brotaþola sáluhjálp, vitandi að brotamaðurinn muni líða vítiskvalir um alla ævi.

 Hugsanlega mætti færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé á einhverjum tímapunkti að samræma refsingar. Það er auðvitað ekki eðlilegt að fíkniefnainnflytjendur fái mun hærri dóma en afbrot af sambærilegri og alvarlegri tegund. Væri frekar til í að fara í slíka umræðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þetta að vera fyndið? 

Fangelsisvist = sáluhjálp brotaþola? Er það að þínu mati eini tilgangur fangelsisvistar? Er betrun afbrotamanna þá fólgin í styttri fangelsisdómum?

Hvað með fangelsisvist í samræmi við alvarleika brots? Fangelsisvist til að tryggja öryggi borgara? Sú skoðun þín að ekki beri að þyngja refsingar vegna kynferðisbrota gefur einfaldlega í skyn að þér þyki kynferðisbrot ekkert sérstaklega alvarlegur glæpur. Er það rétt skilið hjá mér að þú hafir meiri áhyggjur af þeim vítiskvölum sem brotamaðurinn mun líða ,,um alla ævi" en þeim sem brotaþolinn mun líða, væntanlega einnig ,,um alla ævi"?

Hefurðu kynnt þér hugtakið ,,síbrotamaður" og skoðað tölur um hversu margir nauðgarar nauðga aftur?

Eigum við að mætast á miðri leið og samþykkja að við hæfi sé að þyngja refsingar ÞANGAÐ TIL að þjóðfélagið finnur upp aðferð SEM VIRKAR til að betra afbrotamenn.

Hvað hitt varðar legg ég til að þú haldir námskeið fyrir ,,vitlausu samborgara okkar" sem ekki hafa lagt stund á lögfræði og halda að (héraðs)dómarar geti einfaldlega þyngt refsingar í samræmi við leyfilegan refsiramma án þess að taka þurfi tillit til dómvenja, réttaröryggis o.s. fokking frv. til að koma þeim í skilning um að réttara væri að mótmæla fyrir framan Alþingi - eða a.m.k. Hæstarétt, sem stundum hefur leyft sér að taka af skarið. Það er jú auðvitað aðalatriði í málum sem þessum að mótmælin fari fram á réttum stað.


Fyrir utan það hvað mótmæli eru nú hallærislegt fyrirbæri. Getur fólk ekki bara haldið sér saman og sætt sig við hlutina eins og þeir eru?

Edda (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 12:03

2 identicon

Sæl Edda mín, róaðu þig og lestu nú það sem ég sagði einu sinni enn yfir. Í fyrsta lagi að þá er það bara svo að fangelsisvist á ekki að leiða til þess að brotaþola líði betur. Þannig er okkar réttarkerfi ekki uppbyggt og ef svo væri að þá er anzi erfitt að leggja mat á hversu mikið einhver þjáist. Ertu ekki sammála því? Hér er ég ekkert að tala um kynferðisbrot meira en einhver önnur brot.

Í öðru lagi að þá gilda ekki sömu reglur um síbrotamenn og aðra. Síbrotamenn eru auðvitað dæmdir eftir því að um endurtekin brot sé um að ræða.

 Það er enginn að tala um alvarleika brota. Ef þú skoðar dómaframkvæmd að þá eru dómar í kynferðisbrotamálum anzi strangir miðað við aðra dóma. En eins og ég segi að þá er auðvitað alltaf eitthvað sem þarf að laga, t.d. virðist lítið samræmi í dómum við fíkniefnabrotum og öðrum brotum. Þyrfti auðvitað að vera samræmi þar.

Ég hef engar skoðanir á þeim kvölum sem brotaþoli þarf að líða þar sem ég er þeirrar skoðunar að fangelsisvist eigi ekki að vera leiðin til að bæta úr kvölum hans. Við hljótum að vera orðin þroskaðri en svo að auga fyrir auga, tönn fyrir tönn eigi að gilda í nútímaréttarríki.

 Varðandi dómvenjur að þá er alveg ljóst og öllum ætti að vera það ljóst að það er ekki héraðsdóms að breyta þeim. Hæstaréttar ekki heldur. Þú getur ekki fallist á að X sé dæmur í 1.5 ára fangelsi í dag en Y í 5 ára fangelsi fyrir sama brot á morgun. Væri réttlæti í því?

Palli (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 15:21

3 identicon

Á meðan að Íslenskt réttarkerfi bíður ekki upp á hreina og beina betrunarvist fyrir fanga sína (sem að ég er hlynnt)....þá skulum við vona að dómar í kynferðisbrotamálum þyngist þar sem að þeir eru langt í frá að vera anzi strangir miðað við aðra dóma. Refsiramminn er ekki nýttur sem skyldi...svo þarf líka að breyta ákvæðum hegningarlaganna um misneytingu og nauðgun og þann mun sem gerður er þar á. Æii það er svo margt..

 Ástæður mínar fyrir því eru einfaldlega þær að ég lít svo á að þjóðfélagið eigi frekar að leitast við að betra afbrotamenn eins og frekast er unnt heldur en að veita brotaþola sáluhjálp, vitandi að brotamaðurinn muni líða vítiskvalir um alla ævi. ...

Held að brotaþoli hugsi síst af öllu um vítiskvalirnar sem að brotamaðurinn mun þurfa að líða alla ævi eftir þá hörmulegu og niðurlægjandi árás sem að hann/hún hefur upplifað af hans hálfu...

Átti þetta kannski að þýða eitthvað annað hjá þér??? 

SunnaSweet (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband