Útlönd

Sunna spurði í kommentakerfinu við síðustu færslu hvað ég væri af mér að gera og hvort ég væri ekkert á leið til útlanda. Já, það er rétt skilið hjá henni að ég er á Tálknafirði og ég er búinn að vera þar í allt sumar að aðstoða þýzka ferðamenn sem eru hér í sjóstangveiði.

Varðandi útlönd að þá er þetta dagskráin fram í nóvember:

19 - 26. september er ég að fara til Kýpur
27. sept - 1. okt (já ég kem heim í einn dag) er ég að fara að heimsækja Völlu og Geir í Bandaríkjunum
7. - 14. okt er ég að fara til Brussel með Bifröst
26. - 29. okt er ég að fara til Köben

Ekki er búið að ganga frá ferðalögum í nóvember og ég efast um að ég sé að fara eitthvað út í desember (þó reyndar verður að koma fram að mamma er eitthvað að bræða það með sér að fjölskyldan breyti til og eyði jólunum einhvers staðar í útlöndum).

Í fyrri hluta janúarmánaðar er ég svo að fara til Vínarborgar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir matinn, hann var góður.

Jónas Magnússon (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 18:04

2 identicon

hvílík gósentíð í tollinum....hnehnehne

SunnaSweet (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband