Já, allt á fullu þessa dagana. Sumarönn á Bifröst lauk í gær og nú á ég bara eftir að þreyta eitt heimapróf (á sunnudag), taka eitt próf við HÍ (á þriðjudag) skrifa 3 ritgerðir fyrir Bifröst (skil næsta föstudag) og 2 ritgerðir fyrir HÍ (skil veit ekki alveg hvenær en mjög bráðlega) og jú reyndar þreyta eitt annað próf við HÍ í frönsku (veit ekki hvenær, kennarinn á eftir að láta mig vita). Ég sé fram á að eftir næstu viku að þá verð ég orðinn nokkuð góður. Er annars búinn að fá ritgerðina sem ég skrifaði um daginn til baka. Hún bar titilinn: Hvað er Evrópusambandið, og get ég ekki verið annað en kátur. Fékk 9.0 og var held ég hæstur.
Var svo ég mjög fínu matarboði hjá Mathíasi og Mögdu í gær. Þakka ég kærlega fyrir mig, maturinn var einstaklega ljúffengur. Eftir matinn spjölluðum við og drukkum rauðvín. Allt saman mjög ljúft. Fór reyndar frekar snemma heim þar sem ég var dauðuppgefinn.
Dagurinn í dag hefur ferið í að leita heimilda fyrir næstu ritgerðir, skrifa fjöldann allan af tölvupósti og læra. Stefni á að leggja lokahönd á eina ritgerð í kvöld, lesa mér til um kalda stríðið og horfa á eina videospólu um die Wannseekonferenz (ætla svo að skrifa um hana ritdóm sem ég þarf að skila).
++++
Annað
Jón Valur Jensson er áhugaverð persóna. Hann er einn af þeim sem þekkir sannleikann. Það er alltaf gott þegar menn vita hver sannleikurinn er, sannleikurinn getur birzt í mörgum myndum og aðstæðum. Hver og einn einstaklingur hefur sinn sannleika. Sannleikur Jóns (ásamt mörgum öðrum) er hin Kristna trú. Kristin trú er að mínum dómi einn af þessum auðveldu sannleikum. Virkilega þægilegur í alla staði, svona til að tileinka sér í það minnsta. Það þarf ekki að stunda neinar rannsóknir, það eina sem ætlazt er til af manni er að trúa. Trúa í blindni, því ef maður jú trúir ekki í blindni getur vart verið um sannleik að ræða. Kristin trú er ekki eins og lögfræði. Lögfræði hefur nefnilega stundum tvo sannleika. Ef að tveir fullkomlega jafnhæfir foreldrar barns fara í forræðismál, þá geta lögin varla svarað því hvor aðilinn sé hæfari? Ætli dómarinn verði ekki bara að kasta upp á rétta niðurstöðu?
Kristin trú, að mati Jóns Vals í það minnsta, býður ekki upp á slíkt. Einn er sannleikurinn enda skrifaður af mönnum innblásnum af hinum heilaga Anda. Þó að lögspekúlöntum kunni að skjöplast getur slíkt ekki hent Biblíuna.
Ég ætla ekki að gagnrýna Jón fyrir hans sannleika. En það sem ég hef út á málflutning hans að að setja er að hann er ekki alltaf í samræmi við hina kristnú trú. Eitt af grundvallargildum í kristinni trú er mannkærleikur, og að aðgát skal höfð í nærveru sálar eins og Einar Benediktsson komst að orði.
Þó að Jón sé upprifinn af sínum sannleika að þá gremst mér að hann áttar sig ekki á því hvaða skaða hann veldur með því offorsi sem hann fer fram með. Hann sakar samkynhneigða um að hafa sem hópur beinlínis logið að ríkisstjórn Íslands, sjálfsagt svona eins og gyðingar sem hópur steyptu öllu í glötun í þriðja ríki Hitlers. Ég efast um að hann hafi eitthvað fyrir sér í þessu, enda verðum við líka að treysta því að þeir sem sitja á alþingi starfi þar samkvæmt vilja meirihluta þjóðarinnar.
Annað sem mér gremst í málfutningi Jóns Vals er að hann tekur eitt atriði úr heilagleikalögum Biblíunnar og fordæmir það. Af hverju fordæmir Jón ekki alla sem borða hamborgarhrygg um jól? Í minni biblíu er svínakjötsát fordæmt, og ekki eru höfð fögur orð um þá karlmenn sem stunda kynlíf með konum sínum þegar þær hafa á klæðum.
Jón Valur Jensson má hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér, hann má meira að segja hafa þær uppi enda ríkir hér á landi almennt málfrelsi. Ég ætla samt að biðja hann um að íhuga í það minnsta þá erfiðleika sem samkynhneigðir einstaklingar standa fyrir í lífi sínu. Að sjálfsmorðstíðni meðal samkynhneigðra karlmanna er gríðarlega há. Við verðum að trúa því að líkt og Jón Valur að þá séu samkynhneigðir skapaðir í mynd Guðs! Ekkert hefur komið fram sem sýnir að svo er ekki. Hvorki Jón Valur né aðrir geta fært gild rök fyrir því að Jesús Kristur hafi haft eitthvað á móti samkynhneigðu fólki, frekar en betlurum eða blindum.
Það er líka svo auðvelt þegar fólk hefur umvafið sannleikann að beita honum með sínum hætti. Biblían boðar að maður eigi ekki að safna auði eða okra. Samt stóð hún fyrir sölu aflátsbréfa. Biblían segir í boðorðum sínum að þú skalt ekki mann drepa. Samt stóð kirkjan fyrir krossferðum!
Já, sannleikurinn er fallegur og góður. Við skulum biðja, í Drottins nafni. Amen.
Var svo ég mjög fínu matarboði hjá Mathíasi og Mögdu í gær. Þakka ég kærlega fyrir mig, maturinn var einstaklega ljúffengur. Eftir matinn spjölluðum við og drukkum rauðvín. Allt saman mjög ljúft. Fór reyndar frekar snemma heim þar sem ég var dauðuppgefinn.
Dagurinn í dag hefur ferið í að leita heimilda fyrir næstu ritgerðir, skrifa fjöldann allan af tölvupósti og læra. Stefni á að leggja lokahönd á eina ritgerð í kvöld, lesa mér til um kalda stríðið og horfa á eina videospólu um die Wannseekonferenz (ætla svo að skrifa um hana ritdóm sem ég þarf að skila).
++++
Annað
Jón Valur Jensson er áhugaverð persóna. Hann er einn af þeim sem þekkir sannleikann. Það er alltaf gott þegar menn vita hver sannleikurinn er, sannleikurinn getur birzt í mörgum myndum og aðstæðum. Hver og einn einstaklingur hefur sinn sannleika. Sannleikur Jóns (ásamt mörgum öðrum) er hin Kristna trú. Kristin trú er að mínum dómi einn af þessum auðveldu sannleikum. Virkilega þægilegur í alla staði, svona til að tileinka sér í það minnsta. Það þarf ekki að stunda neinar rannsóknir, það eina sem ætlazt er til af manni er að trúa. Trúa í blindni, því ef maður jú trúir ekki í blindni getur vart verið um sannleik að ræða. Kristin trú er ekki eins og lögfræði. Lögfræði hefur nefnilega stundum tvo sannleika. Ef að tveir fullkomlega jafnhæfir foreldrar barns fara í forræðismál, þá geta lögin varla svarað því hvor aðilinn sé hæfari? Ætli dómarinn verði ekki bara að kasta upp á rétta niðurstöðu?
Kristin trú, að mati Jóns Vals í það minnsta, býður ekki upp á slíkt. Einn er sannleikurinn enda skrifaður af mönnum innblásnum af hinum heilaga Anda. Þó að lögspekúlöntum kunni að skjöplast getur slíkt ekki hent Biblíuna.
Ég ætla ekki að gagnrýna Jón fyrir hans sannleika. En það sem ég hef út á málflutning hans að að setja er að hann er ekki alltaf í samræmi við hina kristnú trú. Eitt af grundvallargildum í kristinni trú er mannkærleikur, og að aðgát skal höfð í nærveru sálar eins og Einar Benediktsson komst að orði.
Þó að Jón sé upprifinn af sínum sannleika að þá gremst mér að hann áttar sig ekki á því hvaða skaða hann veldur með því offorsi sem hann fer fram með. Hann sakar samkynhneigða um að hafa sem hópur beinlínis logið að ríkisstjórn Íslands, sjálfsagt svona eins og gyðingar sem hópur steyptu öllu í glötun í þriðja ríki Hitlers. Ég efast um að hann hafi eitthvað fyrir sér í þessu, enda verðum við líka að treysta því að þeir sem sitja á alþingi starfi þar samkvæmt vilja meirihluta þjóðarinnar.
Annað sem mér gremst í málfutningi Jóns Vals er að hann tekur eitt atriði úr heilagleikalögum Biblíunnar og fordæmir það. Af hverju fordæmir Jón ekki alla sem borða hamborgarhrygg um jól? Í minni biblíu er svínakjötsát fordæmt, og ekki eru höfð fögur orð um þá karlmenn sem stunda kynlíf með konum sínum þegar þær hafa á klæðum.
Jón Valur Jensson má hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér, hann má meira að segja hafa þær uppi enda ríkir hér á landi almennt málfrelsi. Ég ætla samt að biðja hann um að íhuga í það minnsta þá erfiðleika sem samkynhneigðir einstaklingar standa fyrir í lífi sínu. Að sjálfsmorðstíðni meðal samkynhneigðra karlmanna er gríðarlega há. Við verðum að trúa því að líkt og Jón Valur að þá séu samkynhneigðir skapaðir í mynd Guðs! Ekkert hefur komið fram sem sýnir að svo er ekki. Hvorki Jón Valur né aðrir geta fært gild rök fyrir því að Jesús Kristur hafi haft eitthvað á móti samkynhneigðu fólki, frekar en betlurum eða blindum.
Það er líka svo auðvelt þegar fólk hefur umvafið sannleikann að beita honum með sínum hætti. Biblían boðar að maður eigi ekki að safna auði eða okra. Samt stóð hún fyrir sölu aflátsbréfa. Biblían segir í boðorðum sínum að þú skalt ekki mann drepa. Samt stóð kirkjan fyrir krossferðum!
Já, sannleikurinn er fallegur og góður. Við skulum biðja, í Drottins nafni. Amen.
Flokkur: Bloggar | 17.8.2006 | 19:42 (breytt kl. 19:48) | Facebook
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 400
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halelújah! (hmm...sýnist að ég kunni ekki alveg að stafsetja þetta orð....but you know what i mean).
Er JBH að kenna þér eitthvað á bifröst?
Sunna, 18.8.2006 kl. 11:10
Ekki núna, nema hann var með okkur í umræðutíma um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna á fimmtudag. Var fínt. Hann verður að kenna mér eitthvað í haust ef ég man rétt, eitthvað aðeins. Hví spyrðu?
Palli (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.