Sældarlíf á enda!

Já, nú eru hinir ljúfu sumardagar senn á enda, eða raunar bara alveg á enda. Ég er svoleiðis að drukkna í vinnu. Ekki nóg með að sjá um þjóðverjana mína hérna á Tálknafirði að þá hef ég hafið meistaranám í evrópufræðum við Viðskiptaháskólann Bifröst. Leslistinn er vægast sagt langur, í ofanálag þurfti ég að skilaði ég 7 bls. ritgerð í gær, heimapróf verður á sunnudag, ég þarf að flytja fyrirlestur á þriðjudaginn og svo næsta fimmtudag fæ ég efni fyrir þrjá ritgerðir sem ég þarf að skila fyrir 25. ágúst og í vikunni eftir næstu eru svo tvö heimapróf í viðbót! Ofan á þetta þarf ég að taka próf í frönsku og skila 2 öðrum ritgerðum við HÍ. Eins og þetta sé ekki nóg að þá tók ég að mér að skipuleggja bæjarhátíð hér á Tálknafirði núna á laugardag!

Stundum held ég að ég sé tvíklofinn persónuleiki. Annars vegar er um að ræða súperegóista sem stendur í þeirri meiningu að hann geti allt og hins vegar er mesti letihaugur sem býr á plánetunni Jörð! Letihaugurinn er farinn í sumarfrí út mánuðinn og verður vonandi ekki hægt að ná í hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir maður ekki "meistaranám í Evrópufræði"?...múhahaha

Hulda (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 18:15

2 identicon

Ég vona að þessi duglegi persónuleiki sé duglegri við að bloggskriftir en sá lati.

Jónas Magnússon (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband