Meistaranám hafið

Jæja, þá hef ég hafið meistaranám í Evrópufræðum á Bifröst. Auðvitað byrjaði ég með látum, en við upphaf fengu allir möppu með nafninu sínu á svona til að geyma blöð í og svo svona fundarmöppu merkta Bifröst. Á möppunni minni með nafninu stóð, auk nafn míns og námslínu: MA í Evrópufræði. Eins og allir vita ætti þetta auðvitað að vera MA í Evrópufræðum! Fór ég því og skilaði minni og bað um að þetta yrði leiðrétt enda mér og skólanum til vanza að vera með svona villu á möppunni. Það var og gert. Annars er þetta búið að vera fínt. Við erum búin að vera í leikjum í dag. Alla vegana leikjum. Nafnaleik, kokteilleikjum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég kem svo í bæinn í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið verk þá hálfnað er segir máltækið. Á það við um meistaranám? Kannski á það einungis við um Evrópufræði.

Jónas (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 13:19

2 identicon

Hafið verk þá hálfnað er segir máltækið. Á það við um meistaranám? Kannski á það einungis við um Evrópufræði.

Jónas (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 13:19

3 identicon

Oh, þú ert svo mikill snillingur...ekta þú að kvarta yfir þessu og skrifa vansa með z-u. Tveir þumlar upp fyrir þér ;)

Hulda (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband