Morgunstund gefur gull í mund!

... eða hitt þó! Hef ekkert gull fengið og er í vondu skapi yfir að ná ekki 10 tíma svefni. Allir Þjóðverjar eru komnir á staðinn og eftir klukkutíma fer fram kennsla á bátana. Ég er kominn aftur heim, gæði mér nú á dýrindis-hafragraut (þetta ætti að vera samsett orð skv. reglunum en MIKIÐ er það ljótt), og er búinn að fíra upp í kaffivélinni til að búa mér til cappuccino á eftir. Vona að góða skapið komi með kaffilyktinni.
Ég er hræddur um að ég verði að fara að rifja upp HTML kunnáttu til að geta fengið línubil hérna! Plön dagsins eru enginn nema ég ætla að reyna að læra eitthvað eftir hádegi. Dugir ekki að koma ólærður í fyrstu tíma nýs meistaranáms!
oh ég er varla byrjaður að borða grautinn og mig langar ekki í hann. Sé fyrir mér kaffið í hyllingum. Annars er ég farinn að geta gert svona laufblöð í froðuna!
Stóð sjálfan mig að því í gærkvöldi að lesa Wikipediu á latínu. Ég var farinn að lesa greinar um allt milli himins og jarðar. Latínan þarna er mjög gagnsæ og einföld, áttaði mig samt á því hversu miklu ég er búinn að gleyma.
Jæja ég hætti núna, ég er farinn að mala út í hið óendanlega!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

br innan <> svona klofa er bil.

kv. Jónas htmella.

Jónas (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 12:22

2 identicon

Já mér finnst latínan þarna einmitt líka mjööög gagnsæ og einföld...nenni varla að lesa hana svona...

Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 19:10

3 identicon

Skjúsmí, hvað hafa vinir þínir sem eru ekki annað hvort Jónas eða Freyja eiginlega gert þér?! *starir stórhneyksluð á linkalistann*

Arndís Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 22:01

4 identicon

10 tíma svefn er fyrir aumingja :)

SunnaSweet (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 07:48

5 identicon

Plön dagsins eru ENGIN...svo bregðast krosstré sem önnur ;)

Hulda (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband