Byrjar ballið aftur

Frönskunemar eru ekki af baki dottnir. Ég er farinn að aðhyllast að þetta fólk eigi enga aðra vini en aðra frönskunema. Hin skýringin er auðvitað sú að frönskunemar séu svo afspyrnu skemmtilegt fólk að það geti bara ekki hugsað sér að dvela langdvölum fjarri öðrum frönskunemum. Nýjasta nýtt hjá þeim er grillveizla. Nú á ég yfir höfði mér fleiri tugi ef ekki hundruða spam-póst frá þeim á dag, þar sem þau melda sig/afmelda sig, ákveða hvað þau ætla að grilla og hvað veit ég. Ég efast um að nokkuð nemendafélag sé jafn líflegt og Gallía, félag frönskunema, á sumrin. Ef heldur áfram sem horfir þarf ég að skipta um póstfang í haust. Sé mikið félagslíf hjá þeim á sumrin hvernig er þetta þá meðan skólinn er í gangi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband