Dagurinn í dag er búinn að fara í það að stórum hluta að fínstilla hjá mér kaffikvörnina. Það er nefnilega ekki alveg sama malað kaffi og malað kaffi. Kaffið verður að vera malað með þeim hætti að þegar búið er að þjappa því í greipina (ca 20 kílóa þungi) eiga að koma nákvæmlega 3 cl af kaffi á ca 25 sekúndum. Tíminn er reyndar svona frá 23 - 30 sek, en gott er að miða við 25. Þetta er aðeins erfiðara en að segja það á kvörninni hjá mér þar sem þú þarft að prófa þig áfram. Ég er búinn að stilla hana núna og vonandi helzt hún rétt stillt í einhvern tíma. Samfara þessum stillingum mínum drakk ég auðvitað óheyrilegt magn af kaffi, en mér reiknast til að ég hafi farið með um 300 g af kaffibaunum í þetta. Reyndar drakk ég ekki nema svona þriðja hvern bolla en samt sem áður að þá voru þeir talsvert margir. Núna líður mér illa og er alveg uppveðraður. Kaffibaunirnar sem notaðar voru í þetta voru frá Sólarkaffi á Bíldudal og voru mjög góðar. Þarf að fara þangað greinilega á morgun og kaupa meira þar sem hálfa kílóið sem ég keypti um daginn er langt komið.
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 400
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er kaffibrennsla á Bíldudal? Eða kaupiru þetta beint af bóndanum? Eru ekki kaffiplöntuakrar svo langt sem augað eygir þarna á WestFjords? Segð þú mér, ég hef aldrei komið.
Jónas (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 10:25
Já, það er kaffibrennsla á Bíldudal. Hér á Vestfjörðum er allt til alls!
Páll Heimisson, 17.7.2006 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.