Early bird

Ég var kominn á fætur í morgun kl. 07.54! Ég fékk nefnilega símhringingu frá einum Þjóðverja sem var orðinn uggandi um félaga sína sem ekki höfðu látið sjá sig í höfn. Ég byrjaði á því að reyna að ná í viðkomandi bát í talstöðinni og þegar það gekk ekki hringdi ég í vaktstöð siglinga til að athuga hvort þau sæu ekki bátinn. Eitthvað var nú undarlegt um að vera þar því báturinn sást ekki og skv. STK tækinu kom báturinn til hafnar í dag kl. 16.55, já einmitt, vaktstöðinn var farinn að sjá fram í tímann;). Þá voru aðeins tveir möguleikar í stöðunni. Fara sjálfur að leita að bátnum eða ræsa út björgunarlið. Ég og Finnur, pabbi Freyju, fórum því og keyrðum á bíl út með firði. Ég var handtalstöðina á mér og reyndi af og til að ná bátinn. Það var svo ekki fyrr en við vorum komnir alveg út með firði að ég náði í þá í talstöðinni sakaði þá ekki og undu sér bara vel við veiðar. Ekki neyddist ég því til að ræsa út björgunarsveitina og hefja leit að sinni.

Þetta gerði það að verkum að ég var auðvitað kominn á fætur fyrir allar aldir og ekki tók sig svo að skríða aftur upp í rúm þegar ég kom heim. Nú er ég aftur á móti alveg að falla aftur í svefn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nohh, kúlupenninn kominn í gang á ný. jei!

Jónas Magnússon (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband