Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem nema eða hafa numið frönsku við Háskóla Íslands eru tölvupóstóðir, þá sérstaklega óðir í að senda póst sín á mili. Ég gerði þau herfilegu mistök einhvern tíma í haust að skrá mig á einhvern póstlista frönskunema, svona þar sem ég var að taka byrjendafrönsku I og var auk þess skráður í félag frönskunema, Gallíu. Þetta hljóta að teljast mestu mistök vetrarins. Það er deginum ljósara að þetta fólk hefur nákvæmega EKKERT við tíma sinn að gera. Á hverjum einasta degi fæ ég í það minnsta 20 tölvubréf sem frönskunemar eru að senda sín á milli um nákvæmlega ekki neitt. Það er allt frá því að vera að skipuleggja útilegu saman (fóru sjálfsagt svona 100 tölvupóstar í það) yfir í að ræða væntanlega veðurspá um útileguhelgina (önnur 100 bréf) yfir í að tala um að fresta útilegunni (aftur 100), sem síðan var ákveðið að gera ekki hvað sem tautaði og raulaði (100 bréf) yfir í að ákveða að Guðni myndi redda partýtjaldi (önnur 100) loks var fólk að senda tölvupósta sín á milli daginn fyrir útileguna til að staðfesta komu sína og segjast hlakka til að sjá hina og þessa daginn eftir (100 póstar) og að lokum sendi fólk þakkarpóst fyrir skemmtilega útilegu sín á milli. Eins og þetta hafi ekki verið nóg að þá ákváðu frönskunemar eftir útileguna (hefðu nú betur bara orðið úti þarna, í það minnsta fengið kalsár á fingurna) að hittast þegar leikur Frakka í úrslitum HM var sýndur og þá byrjaði ballið aftur. Fólk fór að tilkynna að það ætlaði að koma, aðrir tilkynntu að þeir ætluðu ekki að koma og enn aðrir sögðust ekki horfa á fótbolta en ætluðu engu að síður að koma. Þetta voru sjálfsagt fleiri tugir ef ekki hundruð bréfa sem bárust um það. Til þess að skemmta skrattanum að þá virðast frönskunemar ekki hafa fengið nóg hver af öðrum og er næsta mál hjá þeim að gera sér glaðan dag 14. júlí á sjálfan Bastilludaginn. Nú virðist allt um koll ætla að keyra, slíkur er áhuginn og póstsendingarnar eftir því.
Því miður virðist ekki vera hægt að skrá sig af þessum tölvupóstlista og fer því drjúgur hluti af degi mínum í það að eyða út þessari óværu. Svo kann þetta fólk ekki að skammast sín, auðvitað eru svo allir póstar sendir út á íslenzku! Frönskunemar my ass
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 400
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha þekki þetta, hvernig skráir mar sig útaf svona póstlista??
SunnaSweet (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.