Á hátindi frægðarinnar!

Já, eins og Karen Carptender söng um árið "I'm on the top of the world". Ég birtist nefnilega í fréttum NFS áðan. Það hlýtur að vera til marks um mikilvægi mitt á jörðunni. Hver óskar sér ekki viðtals á bezta útsendingartíma þar sem öll þjóðin situr spennt fyrir framan kassann? Ég held nú að ég geti verið kátur. Tilefnið var frétt um sjóstangveiði á Vestfjörðum. Ég verð að játa þó að hlutverk mitt í fréttainnslaginu hafi verið heldur lítilfjörlegt að þá var fréttin í heild sinni anzi góð. Hún var töluvert löng og sýndi mikið af myndum auk þess sem stuttra spurninga var beint til mín og sveitastýrunnar. Að auki var viðtal við einn Þjóðverja þar sem ég túlkaði spurningar fréttamannsins. Minn þáttur í því efni hafði reyndar verið klipptur út!! Það breytir þó ekki því að án mín hefði viðtalið við hann orðið að engu! Eins og þið hljótið að vera farin að gera ykkur grein fyrir að þá er ljóst að ég var burðarstólpinn í kvöldfréttatíma NFS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband