Horfði á Kastljósþátt gærkvöldsins eftir að hafa komið úr frábæru matarboði hjá Jóhönnu Bryndísi og hennar ektamanni. Gestur þátttarins var bandaríkjamaðurinn Alan Chambers, sem helztu hefur það til frægðar unnið að hann hætti að vera samkynhneigður og ferðast nú um heiminn og boðar þessa lausn. Ég verð að viðurkenna að hann kom nokkuð vel fyrir í Kastljósþættinum, það er fullljóst að hann er þrautreyndur í að koma fram og ræða þessi mál. Hann skilaði sínu vel og verð ég að játa að út frá því hvernig hann kynnti sig og sína lífssýn að þá get ég ekki verið sammála honum að þetta er valmöguleiki. Sem frjálshyggjumaður að þá styð ég að sjálfsögðu frjálst val fólks.
Á hvaða forsendum tel ég að hann fari með rétt mál þegar hann segir að þetta sé raunhæfur valmöguleiki?
Jú, eins og það er möguleiki fyrir kaþólska presta að lifa skírlífi (þó að það virðist nú vera misbreztur á því eins og öðru) að þá hlýtur það að vera möguleiki fyrir samkynhneigða að afneita sinni kynhneigð með sama hætti.
Ef maður er kominn þetta langt að þá hlýtur jafnframt að vera valmöguleiki að ganga skrefinu lengra með einstakling af gagnstæðu kyni.
Eins og kom fram hjá Chambers að þá tók hann þessa ákvörðun út frá trúarlegum forsendum. Hann sagði jafnframt (eða það mátti lesa það milli línanna hjá honum) að hann hefur enn kendir til karlmanna, hann bara afneitar þeim.
Í stuttu máli sagt að þá velur hann að lifa í afneitun því hann telur það færa sér meiri gleði að lifa í sátt og samlyndi við sína trú.
Í raun held ég að það sé ekki hægt að gagnrýna þetta, og séu einhverjir úti sem hafa áhuga á því að gera svipað að þá hlýtur þeim að vera það leyfilegt.
Ég leyfi mér samt að efast um að þeir séu margir, ef nokkrir.
Ég hvet aftur á móti Jón Val Jensson og aðra sem harðast hafa farið fram gegn samkynhneigðum að láta ekki staðar numið í málefnum samkynhneigðra og ræða um aðrar syndir samfélagsins skv. Biblíunni. Til dæmis saknaði ég að heyra ekki röddu Jóns á jólaföstu þegar landsmenn gúffuðu í sig hverju syndugu svíninu á fætur öðru, eða þá ólánsömu unglinga sem bölva föður sínum eða móður! Séu samkynhneigðir í vondum málum, hvað þá þeir sem tala illa um foreldra sína! Bið ég Jón vinsamlegast að ræða þessi nauðsynlegu mál líka.
Tenglar
Tenglar
Tenglasafn Páls Heimissonar.
- Sara flugmaður Flugmaður, laganemi, flug- og skíðakennari. Ein með öllu!
- Parið í Prinsatúni ungfrú netpróf.is og maki
- Georgous Verðandi mikilmenni
- Sigrún vodkakona Einn tvöfaldur áður en hún fer að sofa!
- Alma Sögur af wannabe Spanjóla
- Sunna Sweet Sykursæt og hressandi
- Sunnus Alltaf stuð á Sunnu
- Huldulíus Huldus ólétta
- Arndís Dúnja Þórarinsdóttir Eitt skemmtilegasta bloggið sem ég les
- Jónas Jónas verðandi mannfræðingur skrifar um líf sveitastráksins í borginni
- Freyja Finnsdóttir Hér má lesa um kennslukonuna Freyju og hvað á daga hennar drífur
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér þína vinsamlegu ábendingu, Páll. En syndirnar eru nú æðimargar! Ég er í raun ekki að fjalla um þessi mál af þeirri frumástæðu, að samkynja kynmök séu synd (og taktu eftir, að ég segi ekki, að samkynhneigð sem hneigð sé synd). Enga köllun hef ég til að ræða um syndir almennt, og ekki er ég í predikaraembætti. En í þessu máli vill svo til, að baráttumenn samkynhneigðra hafa ætlazt til þess af kirkjunni, raunar öllum kirkjum, að þær blessi sambúð samkynhneigðra og gifti þá. Þetta (sem og textarangtúlkanir til að fóðra þessar áherzlur) er algerlega í trássi við vilja Jesú Krists og ráðstafanir, sem og gegn þeim boðskap Biblíunnar í báðum meginhlutum hennar, að samkynja mök séu andstæð vilja Guðs og leyfist engum. Þetta eitt og sér hlaut að fá mig til að bregðast við til varnar kirkju og kristindómi, þótt enginn hafi beðið mig þess.
En þessu til viðbótar hef ég verið afar ósáttur við ekki einungis baráttuaðferðir, heldur og baráttumarkmið þeirra, sem gerðust háværustu talsmenn samkynhneigðra. Í 1. lagi hafa þeir flaggað þar falsrökum (svo sem um fjölda samkynhneigðra og óumbreytanleika kynhneigðar þeirra), sem ætlað var að koma hópnum í hag, og í 2. lagi gengið gegn réttindum annarra, einkum barna, í kröfugerð fyrir þennan hóp, einkum til ættleiðinga barna Gegn þessum baráttumálum hef ég því séð mér skylt að vinna, þótt ég amist ekki á neinn hátt við ýmsum öðrum réttindum þeirra.
Eflaust nægir þér ekki þetta til að verða sammála mér eða jafnvel átta þig á málefnagrundvelli mnínum, en þú getur þá alltaf lagt fyrir mig spurningar þar um.
Áður en ég kveð, vil ég geta þess, að ég tel það alrangt hjá þér, að ég sé í hópi manna sem "harðast [eða jafnvel hart] hafa farið fram gegn samkynhneigðum," því að ég vinn ekki gegn þeim, heldur með sannleikanum og góðri skipan þessara mála.
Þessi orð þín, Páll, eru í beinni mótsögn við orð Alans í þættinum: "Hann sagði jafnframt (eða það mátti lesa það milli línanna hjá honum) að hann hefur enn kenndir til karlmanna, hann bara afneitar þeim." En Alan hefur losnað við sína samkynhneigð, það er málið. Fyrst á þeirri göngu hans læddust að honum freistingar í fyrri átt, en hann er nú gagnheill sem gagnkynhneigður.
PS. Þegar þú segir í 1. klausu þinni: "... þá get ég ekki verið sammála honum að þetta er valmöguleiki," þá ertu greinilega að mismæla þig og þarft að leiðrétta það, því að raunveruleg meining þín er þveröfug, eins og sést á samhenginu á undan og eftir. Og gott er að vita, að frjálshyggjumaður sé fylgjandi frjálsu vali í þessu efni. Svo þakka ég þér umræðuna.
Jón Valur Jensson, 13.2.2007 kl. 16:49
hefur fólk ekkert þarfara að gera???
Jesússs Kristur!
Úpps!!
SunnaSweet (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.