Heilsuræktin

Heilsuræktin mín er bara fyndin fyrir utan að það sem ég hef áður sagt að þá held ég að ég hafi ekki minnst á að það eru konur sem þrífa karlaklefann, ÞEGAR KARLAR ERU Í STURTU OG KLÆÐA SIG. Fékk smá sjokk fyrst eitt skiptið þegar ég var að þurrka mér eftir sturtu og kona gekk til mín og spurði hvort hún ætti að taka handklæðið (við fáum 2 stór handklæði og eitt lítið í hvert skipti og hún spurði hvort hún ætti að taka litla handklæðið). Ég þarna alsnakinn og eldri konan þarna að biðja um handklæðið mitt! Vissi ekki alveg hverju ég átti að svara til. En þar sem enginn virðist kippa sér upp við þetta að þá er mér svosem alveg sama líka. Velti bara fyrir mér hvort það séu karlar sem þrífi kvennaklefana.

Svo var það að ég kom í ræktina í gær og þá brá mér líka. Svo virðist sem að það sé eitthvað strandaþema í gangi. Í hið minnsta var strákurinn í afgreiðslunni klæddur í ekkert, nema mjög efnislitlar speedo sundskýlu með havaí-blómahring um hálsinn. Þessi blómahringur virtist svo vera þemað hjá öllum öðrum starfsmönnum. Fyrsta hugsun sem flaug í gegnum höfuðið á mér var %u201Eúps, fór ég óvart inn á gógó bar%u201C. Í hið minnsta fór ég að velta fyrir mér á hlaupabrettinu hvort ég væri að misskilja eitthvað, svona með hliðsjón af: oft á tíðum spandexoutfitt á gestunum, eldri konur í karlaklefanum og nú nánast naktir starfsmenn (reyndar bara einn) með havaíblómahringi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha ertu ekki ánægður með gaurinn í speedo...soo sexy!

en annars held ég að konurnar þrífi karla og kvenna klefana....því að það eru yfirleitt konur í þessum störfum....frekar en eitthvað annað....

þegar að ég bjó í Montpellier...þá þreif karl kvennaklefann í sundlauginni en það var örugglega bara afþví að það var svona rafmagnsbíll sem að hann sat á og keyrði um á eins og kóngur í kvennabúri....eins og þér þá dauðbrá mér...ferlega skrýtið! En samt bara öðruvísi en við erum vön og því skemmtilegt

SunnaDís (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband